Mýrhaddur (Polytrichum commune)

Mynd af Mýrhaddur (Polytrichum commune)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrhaddur (Polytrichum commune)
Mynd af Mýrhaddur (Polytrichum commune)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrhaddur (Polytrichum commune)
Mynd af Mýrhaddur (Polytrichum commune)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrhaddur (Polytrichum commune)

Útbreiðsla

Útbreiðsla allstrjál en finnst þó nokkuð víða á Vesturlandi, Vestfjörðum, Austfjörðum og í kringum Eyjafjörð (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Búsvæði

Vex í mýrum og öðru votlendi en einnig í graslendi og við hveri og laugar (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Nokkuð stórvaxinn mosi. Blöð ydd, svolítið rennulaga fremst. Gróhirsla kubbsleg, ferhyrnd (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Stöngull uppréttur, oftast 5-40 sm, getur verið lægri og stundum hærri. Stöngull oftast ógreindur en getur verið kvíslgreindur. Rætlingar ljósbrúnir eða jafnvel hvítleitir, á neðsta hluta stönguls en sjaldan áberandi. Blöð þétt á efri hluta stönguls. Blöð að mestu græn, þau eldri brúnleit. Mjög breytileg tegund. Blöð 4-12 mm, mjókka ekki mikið frá slíðri fram í framhlutann. Slíður oftast litlaus. Blöð ydd, svolítið rennulaga fremst. Rif myndar stuttan, brúnan, oft tenntan odd fram úr blöðkunni. Oddurinn er stundum litlaus fremst (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Alloft með gróhirslum. Stilkur 3-8 sm, sterklegur, uppréttur, rauðbrúnn. Kragi greinilegur og djúp skora milli kraga og gróhirslu. Lengd gróhirslu oftast greinilega meiri en breidd en stundum er gróhirslan það stutt að lengd hennar er varla meiri en breidd. Gróhirsla ferhyrnd með skörpum brúnum, upprétt meðan hún er ung en stendur oft lárétt þvert út frá stilk þegar hún er orðin gömul. Lok með trjónu. Hetta ljósbrún. Kranstennur 64, jafnstórar, snubbóttar, hvítleitar (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Mýrhaddur (Polytrichum commune)
Útbreiðsla: Mýrhaddur (Polytrichum commune)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |