Hærugambri (Racomitrium canescens)

Mynd af Hærugambri (Racomitrium canescens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hærugambri (Racomitrium canescens)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Búsvæði

Vex á melum og klettum, í hraunum, urðum og skriðum, á sandeyrum, í lyngbrekkum, móum og graslendi, á þúfum í mýrum og stundum við gufuop og hveri (Bergþór Jóhannsson 1993).

Lýsing

Plöntur 2-10 sm, blöð mjókka nokkuð snögglega fram í blaðenda. Vaxa á melum sem og í graslendi og móum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Gróliður

Plöntur oftast 2-10 sm, stundum aðeins um 1 sm, óreglulega greindar, stundum ógreindar, geta verið óreglulega fjaðurgreindar, grágrænar eða gráar efst, stundum grænar eða gulgrænar en brúnar neðan til. Rætlingar sléttir, gulbrúnir. Blöð oftast 2-2,5 mm en geta orðið um 3 mm, egglensulaga, mjókka nokkuð snögglega fram í blaðenda. Blöð afar ógreinilega kjöluð framan til, lítillega langbylgjótt. Fremsti hluti blaðs er litlaus hároddur sem myndaður er af blöðku. Hároddur oftast framstæður og bugðóttur en getur verið ústæður, einkum á fremstu greinablöðum. Hároddur breiður neðst, oft gróftenntur framan til, þéttvörtóttur fram í enda. Vörturnar háar og áberandi, einkum neðan til. Blaðka eitt frumulag á þykkt (Bergþór Jóhannsson 1993).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér á landi (Bergþór Jóhannsson 1993).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs aflangar, með þykkum hnúðóttum langveggjum en þunnum þverveggjum og háum vörtum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Útbreiðsla - Hærugambri (Racomitrium canescens)
Útbreiðsla: Hærugambri (Racomitrium canescens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |