Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)

Mynd af Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)
Mynd af Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)
Mynd af Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum en er þó lítið inni á miðhálendinu og norðan Vatnajökuls (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Búsvæði

Vex í móum, urðum, grónum skriðum, hraunum, graslendi, kjarrlendi og skóglendi, á þúfum í mýrum og á barrskógabotnum (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Lýsing

Stórvaxnar og mjög grófgerðar plöntur, oftast gulgrænar, stundum grænar, óreglulega fjaðurgreindar, blöð þríhyrnd eða hjartalaga (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Gróliður

Stórvaxnar og mjög grófgerðar plöntur, óreglulega fjaðurgreindar, oftast gulgrænar, geta verið grænar. Stöngull brúnn eða rauðgulur. Stöngulblöð oftast 3-4,5 mm. Neðri hluti blaðs aðlægur, framhluti útstæður. Blöð þríhyrnd eða hjartalaga. Blaðka langbylgjótt neðan til. Blaðrönd flöt, hvasstennt í framhluta blaðs en smátenntari neðan til. Rif mjótt, tvöfalt, nær oftast upp fyrir blaðmiðju. Blöð gróftennt framan til á baki vegna þess að framendar sumra blöðkufrumna standa aftur úr blöðkufletinum. Örfáar tennur geta verið á efra borðinu. Greinablöð lík stöngulblöðunum en minni (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér á landi (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs með þykkum, holóttum veggjum. Frumur í blaðgrunni brúnar, með mjög þykkum, holóttum veggjum (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Útbreiðsla - Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)
Útbreiðsla: Runnaskraut (Rhytidiadelphus triquetrus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |