Rjúpumosi (Rhytidium rugosum)

Mynd af Rjúpumosi (Rhytidium rugosum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Rjúpumosi (Rhytidium rugosum)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Búsvæði

Vex í þurrum, grónum brekkum og fjallshlíðum, í móum, grónum urðum og skriðum og á melum og holtum (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Lýsing

Plöntur jarðlægar eða uppsveigðar, grófgerðar, blöð oftast greinilega einhliðasveigð (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Gróliður

Plöntur jarðlægar eða uppsveigðar, geta orðið 12 sm langar, grófgerðar, gulgrænar, gular eða gulbrúnar, stundum lítið greinóttar en oft reglulega fjaðurgreindar. Stundum eru greinar nær eingöngu frá annarri hlið stönguls en oftast eru greinar frá báðum hliðum. Engin flosblöð á stöngli. Blöð oftast greinilega einhliðasveigð bæði á stöngli og greinum, þéttstæð, aðlæg, upprétt eða aðeins lítillega útstæð. Stöngulblöð oftast 3,5-4 mm, egglensulaga, langydd, hrukkótt og langbylgjótt. Blöð mjókka smám saman eða nokkuð snögglega fram í nokkuð langan, tenntan framhluta. Blaðrönd útundin frá blaðgrunni næstum fram í blaðenda. Rif einfalt, mjótt, nær upp fyrir blaðmiðju, getur verið klofið fremst (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér á landi (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs striklaga, með nokkuð þykkum, holóttum veggjum. Frumuendar margra frumna í framhluta blaðs standa áberandi upp úr blöðkufletinum. Blaðkan er því greinilega tennt á bakhlið blaðs. Hornfrumur smáar, ferningslaga, þykkveggja (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Útbreiðsla - Rjúpumosi (Rhytidium rugosum)
Útbreiðsla: Rjúpumosi (Rhytidium rugosum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |