Lindakló (Warnstorfia exannulata)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Búsvæði

Vex við dý, lindir og vötn, við ár og læki, í mýrum og flóum og oft á kafi í pollum, tjörnum og vötnum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Lýsing

Breytileg tegund. Oftast stórar plöntur, geta orðið um 40 sm langar. Vex í bleytu (Bergþór Jóhannsson 1998).

Gróliður

Breytileg tegund. Oftast stórar plöntur, geta orðið um 40 sm langar, grænar, gulgrænar, gular, brúngrænar, brúnar, rauðglekkóttar eða rauðar, óreglulega eða nokkuð reglulega fjaðurgreindar. Blöð stundum bein en oftast einhliðasveigð á stönglum og greinum. Stöngulblöð kúpt, egglensulaga eða lensulaga, langydd og mjókka smám saman fram í framhlutann sem er oft langur og mjór. Stöngulblöð oftast 2-5,7 mm. Blaðrönd flöt, tennt, ekki niðurhleypt. Rif breitt, nær oftast langleiðina fram í blaðenda, oft gulbrúnt eða rauðleitt. Hár í blaðöxlum lengi litlaus (Bergþór Jóhannsson 1998).

Kynliður

Plöntur einkynja, fremur sjaldan með gróhirslum. Stilkur rauður eða brúnleitur. Gróhirsla bogin, álút, brún. Lok keilulaga, ytt. Opkrans vel þroskaður (Bergþór Jóhannsson 1998).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs með frekar þykkum, stundum holóttum veggjum. Þar sem blað er breiðast eru ystu frumur í blaðrönd oftast greinilega breiðari og ljósari en þær sem innar eru. Stakar, litlitlar, stuttar og breiðar frumur stundum í framhluta blaðs (Bergþór Jóhannsson 1998).

Útbreiðsla - Lindakló (Warnstorfia exannulata)
Útbreiðsla: Lindakló (Warnstorfia exannulata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |