Dröfnumosi (Preissia quadrata)

Útbreiðsla
Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 2002).
Búsvæði
Vex í klettum, oft við læki, í flögum í jarðhita, í snjódældum og víðar (Bergþór Jóhannsson 2002).
Lýsing
Plöntur í meðallagi stórar. Þal leðurkennt. Neðra borð oftast rautt (Bergþór Jóhannsson 2002).
Gróliður
Plöntur í meðallagi stórar. Þal leðurkennt. Efra borð grænt, jaðar oft rauður, stundum er allt efra borðið rautt. Neðra borð oftast rautt. Þal lítillega kvíslgreint og oft með greinum frá neðra borði þalenda. Greinar geta einnig komið frá neðra borði miðrifs (Bergþór Jóhannsson 2002).
Kynliður
Plöntur ýmist einkynja eða tvíkynja. Karlhöfuð og kvenhöfuð standa á grænum eða rauðum stilkum með tveim rætlingarennum. Nokkrar dreifðar, mjóaar flögur geta verið á stilkunum en engar flögur eru við stilkgrunn. Karlhöfuð næstum kringlótt, grænt eða rautt á efra borði. Kvenhöfuð oftast grænt, stundum rauðleitt, kúpt, ferhyrnt, með fjórum stuttum sepum og á efra borði eru fjórir hryggir út frá miðju sem enda í bilinu milli sepanna. Gróhirslur undir sepunum (Bergþór Jóhannsson 2002).
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Takk fyrir!