Blettamosi (Blasia pusilla)

Útbreiðsla

Finnst strjált um landið (Bergþór Jóhannsson 2002).

Vistgerðir

Vex á sendnum eða leirkenndum jarðvegi, við laugar og læki, á áreyrum og í og við raka kletta (Bergþór Jóhannsson 2002).

Lýsing

Afar sérstæð tegund með mörgum sérkennum. Þal kvíslgreint, myndar oft flatar, stjörnulaga hviringar, oft 15-25 mm í þvermál en getur verið upprétt (Bergþór Jóhannsson 2002).

Gróliður

Afar sérstæð tegund með mörgum sérkennum. Þal kvíslgreint, myndar oft flatar, stjörnulaga hviringar, oft 15-25 mm í þvermál en getur verið upprétt. Plöntur geta orðið um 25 mm langar, oftast gulgrænar eða grænar, stundum rauðleitar, með ógreinilegu miðrifi. Þaljaðrar mismikið skertir eða sepóttir, fíngerðir, oft bylgjóttir, einnar frumu þykkir. Á efra borði eru greinilegar ljósar kalkrákir langs eftir þalinu. Rætlingar litlausir, aðeins á miðrifinu (Bergþór Jóhannsson 2002).

Kynliður

Plöntur einkynja. Karlplöntur smærri en kvenplöntur. Frjóhirslur kúlulaga, á stuttum stilk, eru í sérstökum hólfum í þalmiðju en ekki ber mikið á þeim. Egghirslur rétt við þalenda. Hlíf um ungan grólið liggur langs eftir þalinu og er afar lítið áberandi. Hlífin er lokuð í endann þar til gróhirslan brýst út og verður hlífin þá flipalaga (Bergþór Jóhannsson 2002).

Frumur

Engir olíudropar í frumum (Bergþór Jóhannsson 2002).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á sendnum eða leirkenndum jarðvegi, við laugar og læki, á áreyrum og í og við raka kletta (Bergþór Jóhannsson 2002).

Biota

Tegund (Species)
Blettamosi (Blasia pusilla)