Lækjaleppur (Scapania undulata)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 2001).

Vistgerðir

Vex á steinum í ám, lækjum og tjörnum, oft á kafi. Vex einnig á rökum steinum við ár, læki og dý. Getur einnig vaxið á jarðvegi við læki og vötn (Bergþór Jóhannsson 2001).

Lýsing

Stórar plöntur, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar. Vaxa oftast á steinum í ám, lækjum og tjörnum (Bergþór Jóhannsson 2001).

Gróliður

Stórar plöntur, geta orðið yfir 10 sm langar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, grænar, gulgrænar, brúnleitar eða rauðar. Breidd sprota oftast 2-5 mm. Afar breytileg tegund. Kjölur beinn eða örlítið boginn. Lengd efri sepa rúmlega helmingur af lengd neðri sepa. Separ oftast egglaga, hringlaga ferhyrndar eða næstum kringlótt. Blaðrönd efri sepa ekki niðurhleypt, nær stundum yfir stöngul, stundum ekki. Sepaendar oftast bogadregnir en nálgast það stundum að vera yddir. Blaðrendur tenntar eða ótenntar. Tennur sljóar eða hvassar, úr einni eða fleiri frumum (Bergþór Jóhannsson 2001).

Kynliður

Karlhlífarblöð oft rauð, í þrem til fimm pörum eða fleiri, með dálítið sekklaga grunni. Margar frjóhirslur í hverri blaðöxl. Fósturhylki flatt. Hylkismunnur tenntur eða ótenntur á svipaðan hátt og blöðin. Oft með frjóhirslum og fósturhylkjum og af og til með gróhirslum (Bergþór Jóhannsson 2001).

Frumur

Ystu þrjár til fimm frumuraðirnar í blaðrönd með jafnþykkum veggjum og mynda greinilegan jaðar meðfram blaðröndinni. Jaðar getur vantað. Olíudropar smáir, frumuyfirborð næstum slétt (Bergþór Jóhannsson 2001).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á steinum í ám, lækjum og tjörnum, oft á kafi. Vex einnig á rökum steinum við ár, læki og dý. Getur einnig vaxið á jarðvegi við læki og vötn (Bergþór Jóhannsson 2001).

Biota

Tegund (Species)
Lækjaleppur (Scapania undulata)