Móatrefja (Ptilidium ciliare)

Mynd af Móatrefja (Ptilidium ciliare)
Mynd: Hörður Kristinsson
Móatrefja (Ptilidium ciliare)

Útbreiðsla

Er lítið á Suðurlandi og norðan Vatnajökuls (Bergþór Jóhannsson 1999).

Búsvæði

Vex í móum, á þúfum í mýrum, í hraunum, urðum, kjarri og skóglendi. Vex einnig í graslendi, á jarðvegsþöktum klettum og grónum melum. Vex stundum á birkistofnum (Bergþór Jóhannsson 1999).

Lýsing

Plöntur 2-6 sm, brúnleitar. Blöð frekar dreifð á stöngli, kúpt og egglaga ferhyrnd (Bergþór Jóhannsson 1999).

Gróliður

Plöntur rauðbrúnar, brúnar eða grænbrúnar, sjaldan dökkgrænar, geta verið að hluta rauðar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, óreglulega fjaðurgreindar, stundum tvífjaðraðar. Plöntur oftast 2-6 sm langar. Breidd sprota oftast 2-3 mm. Blöð frekar dreifð á stöngli, kúpt, egglaga ferhyrnd, klofin í þrjá til fimm misstóra sepa. Tveir stærstu separnir lensulaga eða þríhyrndir. Vikið milli þeirra nær niður helming blaðs eða örlítið meira og er þá átt við vel þroskuð stöngulblöð. Blaðrönd alsett þráðlaga tönnum (Bergþór Jóhannsson 1999).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér á landi. Fósturhylki stórt, langegglaga eða kylfulaga, sívalt, með þrem fellingum fremst, dregst dálítið saman fram að opinu. Sjaldan með fósturhylkjum (Bergþór Jóhannsson 1999).

Frumur

Frumur í blöðum flestar sexhyrndar, sumar fimmhyrndar eða sjöhyrndar. Frumuveggir með áberandi hnúðum í frumuhornum. Frumur í fremri hluta tanna aflangar og ferhyrndar (Bergþór Jóhannsson 1999).

Útbreiðsla - Móatrefja (Ptilidium ciliare)
Útbreiðsla: Móatrefja (Ptilidium ciliare)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |