Vætublaðka (Pellia neesiana)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 2002).

Vistgerðir

Vex í raklendi, svo sem í lækjarbökkum, dýjum, rökum klettum og mýrlendi, einnig í jarðhita (Bergþór Jóhannsson 2002).

Lýsing

Plöntur uppsveigðar eða jarðlægar, ljósgrænar, brúngrænar eða að hluta rauðar. Miðrif oft rautt (Bergþór Jóhannsson 2002).

Gróliður

Plöntur uppsveigðar eða jarðlægar, ljósgrænar, brúngrænar eða að hluta rauðar. Miðrif oft rautt. Þalrendur oft bylgjóttar. Stilkaðar slímvörtur eru bæði á efra og neðra borði nálægt þalenda (Bergþór Jóhannsson 2002).

Kynliður

Karlplöntur og kvenplöntur vaxa oft saman. Hvolfin yfir frjóhirslunum ná talsvert hátt upp yfir þalflötinn. Frumur í þeim eru áberandi tútnar. Hlíf um egghirslur sepóttur sívalningur. Gróhirslustilkur gulhvítur, 25-40 mm langur eða meira (Bergþór Jóhannsson 2002).

Frumur

Margir olíudropar í frumu (Bergþór Jóhannsson 2002).

Útbreiðslukort

Höfundur

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex í raklendi, svo sem í lækjarbökkum, dýjum, rökum klettum og mýrlendi, einnig í jarðhita (Bergþór Jóhannsson 2002).

Biota

Tegund (Species)
Vætublaðka (Pellia neesiana)