Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum)

Mynd af Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum)
Mynd af Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Grasbalar, vallendi og grónar brekkur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–10 sm) með einu, fjaðurskiptu blaði og klasa af gróhirslum.

Blað

Örstuttur, uppréttur jarðstöngull með einu blaði sem greinist í tvennt ofan til. Annar hlutinn hefur greindan klasa af gróhirslum en hinn er fjaðurskipt blaðka. Blaðkan 1–2,5 sm á lengd, með fjaðursepóttum smáblöðum, þau lengstu 1–1,5 sm á lengd og 5–8 mm á breidd, með fjórum skerðingum hvoru megin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróklasinn marggreindur (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Gróhirslur hnöttóttar, opnast með þverrifu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst mánajurt en lensutungljurt er með lengri og reglulega fjaðursepótt smáblöð. Það er ekki alltaf auðvelt að greina þessar tvær tegundir að (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum)
Útbreiðsla: Lensutungljurt (Botrychium lanceolatum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |