Fjallaliðfætla (Woodsia alpina)

Útbreiðsla

Sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Vex aðallega í hraunum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxinn burkni (5–15 sm) með hlutfallslega stuttar fjaðrir.

Blað

Blaðstilkur stuttur og rauðbrúnn. Miðstrengur mestmegnis án himnubleðla. Blaðkan græn með fjöðrum sem eru allar viðlíka langar og þær eru breiðar eða örlítið lengri, hafa hvít, mjó hár en ekki himnubleðla (Lid og Lid 2005). Lítið eða ekki hærð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróhulurnar hárkenndar í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Gró 50–57 µm (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Fjallaliðfætla (Woodsia alpina)
Útbreiðsla: Fjallaliðfætla (Woodsia alpina)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |