Mynd: Hörður Kristinsson
Bugðupuntur (Avenella flexuosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Bugðupuntur (Avenella flexuosa)
Útbreiðsla
Bugðupuntur er algengur um land allt. Hann nær frá láglendi upp í um 600–700 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Bugðupuntur á sér kjörlendi í lyngmóum, kjarrlendi og bollum (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalstór grastegund (20–70 sm) með fíngerðu, rauðleitu strái og bugðóttum, gisnum punti. Blómgast í júlí.
Blað
Stofnstæð blöðin þráðmjó og fagurgræn (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Punturinn rauðleitur, 10–15 sm langur. Puntgreinar rauðfjólubláar og bugðóttar. Smáöxin tvíblóma. Axagnir eintauga, himnukenndar, 5–6 mm langar. Neðri blómögnin með langri, knébeygðri týtu. Hvít hár við grunn blómagnarinnar (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Blöð bugðupunts líkjast helst blöðum túnvinguls en eru fagurgrænni og ógrópuð (Hörður Kristinsson 1998).
Útbreiðsla: Bugðupuntur (Avenella flexuosa)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp