Mynd: Hörður Kristinsson
Klappadúnurt (Epilobium collinum)
Útbreiðsla
Víða um sunnanvert landið, annars sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Klettar, gilbrekkur og melar, einkum móti suðri.
Lýsing
Fremur smávaxin dúnurt (6–12 sm) með sívalan, jafnhærðan stöngul. Blómstrar bleikum blómum í júlí.
Blað
Stöngullinn sívalur, jafnhærður hringinn í kring. Blöðin gagnstæð, egglaga til egglensulaga, snubbótt í endann, greinilega tennt, efri blöðin oft hærð á neðra borði, einkum miðtaugin (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru rauð eða bleikrauð, 7–8 mm á lengd. Bikarblöðin rauð eða græn. Fræflar átta. Frænið klofið í fjóra hluta, frævan 2–3 sm á lengd, loðin, situr neðanundir yfirsætinni blómhlífinni (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Þekkist frá öðrum dúnurtum á sívölum stöngli, jafnhærðum hringinn í kring, skarpar tenntum blöðum sem ekki eru með skörpum oddi og á fjórskiptu fræni sem þó greinist illa nema í sólskini þegar blómin eru vel opin.
Útbreiðsla: Klappadúnurt (Epilobium collinum)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp