Mýrelfting (Equisetum palustre)

Mynd af Mýrelfting (Equisetum palustre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrelfting (Equisetum palustre)

Útbreiðsla

Algeng um allt land frá láglendi upp í 600 til 700 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hún vex í mýrum og deiglendi en ekki í standandi vatni eins og ferginið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá elfting (20–40 sm) með liðskipta stöngla og liðskiptar, kransstæðar greinar.

Blað

Stönglarnir liðskiptir, sívalir, gáraðir, með liðskiptum, kransstæðum greinum. Tennt slíður við hvern lið, slíðurtennur á stönglum sex til átta, brúnar og himnurendar í oddinn. Greinarnar strjálar, oftast stuttar, sljóstrendar með fimm til sex gárum og jafnmörgum slíðurtönnum, brúnum í oddinn (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróaxið í toppi grænu stönglanna, grænsvart að lit (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist beitieski og klóelftingu. Mýrelfting þekkist frá klóelftingu á sljórri og fleiri köntum á greinunum, færri greinum og gróaxi á enda grænu sprotanna. Ólíkt beitieski hefur mýrelfting skarpari slíðurtennur, oftast fleiri greinar og engan odd upp úr gróaxinu eins og beitieskið.

Útbreiðsla - Mýrelfting (Equisetum palustre)
Útbreiðsla: Mýrelfting (Equisetum palustre)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |