Blátoppastör (Carex canescens)

Útbreiðsla

Allalgeng um allt land frá láglendi upp í um 500 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru í 730 m hæð í botni Glerárdals við Akureyri og í 660 m í Kýlingum á Landmannaafrétti (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Vex í deiglendi og ekki mjög blautum mýrum, einkum oft á tjarnabökkum eða við uppþornuð tjarnastæði (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá stör (20–50 sm) með litlum, ljósleitum öxum sem liggja þétt upp við stráið. Blómgast júní–júlí.

Blað

Vex í þéttum, allstórum toppum. Stráin hvassþrístrend og vanalega skástæð út frá miðju toppsins. Blöðin flöt, 1,5–3,5 sm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Fjögur til sjö, öfugegglaga, aflöng, ljósgrágræn öx með nokkru millibili á stráunum. Örfá karlblóm neðst í hverju axi. Axhlífar ljósgrænar, himnukenndar, odddregnar. Hulstrin ljósgulgræn, topplaga, frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst línstör en hún hefur móleitari, styttri og hnöttóttari öx og fíngerðari strá.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Vex í deiglendi og ekki mjög blautum mýrum, einkum oft á tjarnabökkum eða við uppþornuð tjarnastæði (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Blátoppastör (Carex canescens)