Finnungsstör (Carex nardina)

Mynd af Finnungsstör (Carex nardina)
Mynd: Hörður Kristinsson
Finnungsstör (Carex nardina)
Mynd af Finnungsstör (Carex nardina)
Mynd: Hörður Kristinsson
Finnungsstör (Carex nardina)

Útbreiðsla

Sjaldgæf stör, mest frá 600 upp í 1100 m hæð. Einkum fundin á hálendinu norðan jökla og á fjöllum við Eyjafjörð. Hæstu fundarstaðir eru á Mannshrygg í Hlíðarfjalli við Akureyri í 1140 m (Lid) og í Kaldbak við Eyjafjörð í 1120 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Fjallamelar.

Lýsing

Mjög smávaxin stör (3–8 sm) með 1–2 stuttum öxum með karlblómum efst. Blómgast í júlí.

Blað

Stráin sívöl. Blöðin þráðmjó, sívöl neðan til og grópuð, þrístrend í endann, oft á hæð við eða hærri en axið. Vex í toppum með þéttstæðum blaðslíðrum og oft bogsveigðum stráum og blöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Oftast með einu, stuttu axi, sjaldan tveim, karlblóm efst í axinu. Axhlífar ljósbrúnar, himnukenndar, hulstrið ljósbrúnt, mjókkar jafnt upp í trjónu. Frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Finnungsstör (Carex nardina)
Útbreiðsla: Finnungsstör (Carex nardina)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |