Fjallastör (Carex norvegica)

Mynd af Fjallastör (Carex norvegica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallastör (Carex norvegica)

Útbreiðsla

Algeng en þó mjög strjál. Þó er hún fremur sjaldséð á Suðurlandi. Hún vex í mólendi og rökum flögum bæði á láglendi og til fjalla upp að 700 m. Hæstu fundarstaðir hennar eru í 780 m við Kiðagilsdrög og á nokkrum stöðum á Hofsafrétti í 720–750 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Móar og valllendi.

Lýsing

Meðalhá stör (15–30 sm) með stutt öx, þétt saman í enda strásins. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráin þrístrend, beinvaxin og upprétt. Blöðin 1,5–3 sm, kjöluð eða flöt, snarprend (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Oftast þrjú, nær legglaus öx þétt saman. Toppaxið stærst og eru karlblómin öll neðst í því. Axhlífar dökkbrúnar eða svartar, odddregnar. Hulstrin brún, með hrjúfu yfirborði eða jafnvel smábroddótt, odddregin eða stutttrýnd. Frænin þrjú (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist sótstör en fjallastörin hefur leggstyttri öx og mjórri blöð, auk þess sem hún er ólotin í toppinn.

Útbreiðsla - Fjallastör (Carex norvegica)
Útbreiðsla: Fjallastör (Carex norvegica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |