Gljástör (Carex pallescens)

Mynd af Gljástör (Carex pallescens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gljástör (Carex pallescens)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæf stör á Íslandi, aðeins fundin á tveim stöðum. Hún vex í grasi vöxnum hlíðum undir Eyjafjöllum og í Dalasýslu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Þurrar grasbrekkur.

Lýsing

Allhávaxin stör (20–60 sm) með græn, leggjuð kvenöx.

Blað

Myndar smá þúfur, án skriðulla jarðstöngla. Neðri blaðslíður loðin. Blöð flöt og ljósgræn, 2–4 mm breið. Strá hvassstrend, rúnnuð efst (Lid og Lid 2005).

Blóm

Græn, leggjuð kvenöx. Hulstur gljáandi, ljósgræn, taugalaus og án trjónu (Lid og Lid 2005).

Válisti

CR (tegund í bráðri hættu)

Ísland Heimsválisti
CR NE

Forsendur flokkunar

Gljástör er þekkt frá tveimur stöðum á landinu, annar á því vestanverðu en hinn undir Eyjafjöllum. Talið er nánast öruggt að gljástör sé horfin af fundarstaðnum á vestanverðu landinu og þrátt fyrir að stöðugur stofn sé til staðar á hinum fundarstaðnum telst tegundin í bráðri hættu.

Viðmið IUCN: B1; B2a+b(iv)

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2
B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til tveggja af þremur eftirtöldum atriðum:
a. Útbreiðsla stofns er mjög slitrótt eða takmörkuð við aðeins einn stað.
b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun eftirfarandi þáttar;
(iv) fjölda fundarstaða eða undirstofna.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Gljástör er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðsla - Gljástör (Carex pallescens)
Útbreiðsla: Gljástör (Carex pallescens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |