Mynd: Hörður Kristinsson
Marstör (Carex ramenskii)
Útbreiðsla
Hún er útbreidd víða um land þar sem skilyrði eru fyrir hendi, nema við suðurströndina (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Mýrar ofan til á sjávarfitjum þar sem sjór kemur aðeins að í stórstreymi.
Lýsing
Meðalstór stör (12–30 sm) með tveim til fjórum nær uppréttum kvenöxum og einu til tveimur karlöxum í toppinn. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Vex í stórum breiðum. Blöðin 2–5 mm breið, ná oftast upp fyrir öxin (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Tvö til fjögur, leggjuð en nær upprétt kvenöx og eitt til tvö karlöx í toppinn. Axhlífar yddar, dökkbrúnar, með ljósari miðtaug. Hulstrið egglaga, trjónulaust, taugabert eða með örstuttri trjónu (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Marstörin líkist ofurlítið gulstör, nema hún er minni, kvenöxin leggstyttri og ekki hangandi. Auk þess þekkist hún á því að blöðin ná upp fyrir öxin.
Útbreiðsla: Marstör (Carex ramenskii)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp