Efjuskúfur (Eleocharis acicularis)

Mynd af Efjuskúfur (Eleocharis acicularis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Efjuskúfur (Eleocharis acicularis)

Útbreiðsla

Hann er allvíða en er algengastur á Suðurlandi og austanverðu Norðurlandi, aðeins á láglendi og fremur í hlýrri sveitum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Leirefja í grunnum tjörnum og vatnavikum, grunnar vatnsflæðar.

Lýsing

Mjög lágvaxin planta (2–5 sm) með eitt, örsmátt ax á stráendanum. Blómgast í ágúst–september.

Blað

Blöðin stofnstæð, þráðlaga, 2–3 sm löng og 0,2 mm breið. Myndar oft þéttar breiður (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt ax á stráenda, um 2 mm langt, oftast aðeins tvíblóma. Axhlífar rauðbrúnar eða dökkbrúnar, himnurendar með grænum miðstreng. Blómhlífarblöðin af líkri gerð. Þrír fræflar, ein fræva með þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst fitjaskúfi en efjuskúfur er miklu fíngerðari og með smærra axi. Alurt líkist efjuskúf óblómguð en hefur breiðari og stinnari blöð.

Útbreiðsla - Efjuskúfur (Eleocharis acicularis)
Útbreiðsla: Efjuskúfur (Eleocharis acicularis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |