Fitjaskúfur (Eleocharis quinqueflora)

Mynd af Fitjaskúfur (Eleocharis quinqueflora)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fitjaskúfur (Eleocharis quinqueflora)

Útbreiðsla

Hann er víða um land allt en ekki mjög algengur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Algengar fylgitegundir eru broddastör og hárleggjastör (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex á votum, þunnum jarðvegstorfum yfir klöppum, snögggrónum mýrarhöllum og lækjarbökkum. Stundum í mýrum.

Lýsing

Lágvaxin planta (5–18 sm) með örstutt, dökkbrúnt ax á stráendanum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Stöngullinn blöðkulaus, með rauðbrúnum slíðrum neðan til. Blöðin stofnstæð, sívöl, grópuð eða gárótt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Axið á stráendanum 5–7 mm langt. Axhlífarnar dökkbrúnar, egglaga, odddregnar með breiðum himnufaldi. Sex burstar eru í stað blómhlífar. Þrír fræflar, frævan með þrem frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Lítil, þrístrend, gulleit hneta, um 2 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst blómsefi en þekkist frá því á blöðkulausum blaðslíðrum og sex burstum umhverfis aldinið.

Útbreiðsla - Fitjaskúfur (Eleocharis quinqueflora)
Útbreiðsla: Fitjaskúfur (Eleocharis quinqueflora)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |