Hagastör (Carex pulicaris)

Mynd af Hagastör (Carex pulicaris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hagastör (Carex pulicaris)

Útbreiðsla

Sjaldgæf stör sem finnst á nokkru svæði á norðanverðum Austfjörðum, á Snæfellsnesi og á Ströndum en ófundin annars staðar. Allir fundarstaðir hagastarar eru á láglendi neðan 200 m hæðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hálfdeigjur.

Lýsing

Heldur smávaxin stör (15–20 sm) með einu gisnu axi í endann. Blómgast í júlí.

Blað

Stráin sívöl, gáruð. Blöðin grönn (1 mm), grópuð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt fremur gisið ax, kvenblómin neðst, karlblómin efst. Þegar kvenblómin þroskast vísa aldinin beint út eða niður á við. Axhlífar oddmjóar, ljósbrúnar, himnurendar. Hulstrin grönn (1 mm), grópuð (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst broddastör en hún er auðkennd á broddinum sem vex upp úr hulstrinu.

Útbreiðsla - Hagastör (Carex pulicaris)
Útbreiðsla: Hagastör (Carex pulicaris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |