Ígulstör (Carex echinata)

Mynd af Ígulstör (Carex echinata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Ígulstör (Carex echinata)

Útbreiðsla

Ígulstör er sums staðar á landinu nokkuð algeng en annars staðar sjaldgæf eða vantar. Hún er einna algengust á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, við utanverðan Eyjafjörð og við ströndina á Norðausturlandi frá Stöðvarfirði að Langanesi. Annars staðar er hún sjaldgæf. Flestir fundarstaðir ígulstarar eru á láglendi upp að 200 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru í 300 m í Upsadal á Upsaströnd við Eyjafjörð (Helgi Hallgrímsson) og í Urðadal við Dyrfjöll (H.Kr.) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Votir lækjarbakkar og hallamýrar; við uppsprettur.

Lýsing

Meðalstór stör (15–30 sm) með nokkur hnöttótt öx á stráendum. Blómgast í júlí.

Blað

Stráin sljóþrístrend, gárótt efst. Blöðin 1,5–3 mm breið, flöt eða kjöluð, ekki snörp (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Oftast þrjú til fjögur hnöttótt öx með stuttu millibili efst á stráinu. Karlblómin neðst í toppaxinu. Axhlífar móbrúnar, himnurendar, oft með grænni miðtaug. Hulstrið 3–4 mm langt, móbrúnt eða grænleitt, með langri, flatri og snarprendri trjónu, klofinni í toppinn. Frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Ígulstör (Carex echinata)
Útbreiðsla: Ígulstör (Carex echinata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |