Mýrastör (Carex nigra)

Mynd af Mýrastör (Carex nigra)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrastör (Carex nigra)
Mynd af Mýrastör (Carex nigra)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýrastör (Carex nigra)

Útbreiðsla

Ein algengasta stör landsins, algeng frá láglendi upp í 600 m hæð. Hæstu skráðu fundarstaðir í köldum jarðvegi eru 750 m við Grænutjörn á Hofsafrétti og litlu lægra við Vesturbug og Svörturústir á Hofsafrétti. Einnig skráð í Vonarskarði í 950 m hæð, trúlega við jarðhita (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Mýrastörin er ein aðalfóðurjurtin í mörgum mýrum landsins (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mýrar og tjarnajaðrar.

Lýsing

Allhávaxin stör (20–80 sm) með tvö til fjögur stuttleggjuð, upprétt kvenöx og eitt til tvö karlöx efst. Blómgast í júní.

Blað

Slíður stoðblaðsins mjög stutt, grænt eða ljósbrúnt. Stráin þrístrend, fremur grönn. Blöðin löng og mjó, 2–3 mm breið, V-laga. Blaðrendur upporpnar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Oftast tvö til fjögur stuttleggjuð, nær upprétt kvenöx og eitt til tvö karlöx efst. Axhlífar svartar með ljósri miðtaug, egglaga, snubbóttar í endann. Hulstrin oftast græn, lengri en axhlífarnar, stundum brúnmóleit, stutttrýnd eða trjónulaus (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist stinnastör sem er þó með þéttstæðari og færri kvenöxum, niðurbeygðum blaðröndum, sterklegum, bogsveigðum renglum, dekkri hulstrum og svörtu slíðri stoðblaðsins.

Útbreiðsla - Þúfustör (Carex nigra)
Útbreiðsla: Þúfustör (Carex nigra)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |