Skriðstör (Carex mackenziei)

Mynd af Skriðstör (Carex mackenziei)
Mynd: Hörður Kristinsson
Skriðstör (Carex mackenziei)

Útbreiðsla

Hún er algeng kringum landið nema við suðurströndina.

Búsvæði

Sjávarflæðar og flóar rétt ofan við flæðarnar. Hún velur sér lægðir innan til á fitjunum, þar sem vatn verður eftir þegar sjór fellur út.

Lýsing

Meðalhá stör (15–40 sm) með nokkur öx, þétt saman efst á stönglinum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Hún vex jafnan í þéttum breiðum sem eru fagurgrænar snemma á vorin og áberandi ljósar þegar líður á sumarið. Hún myndar langan, skriðulan, jarðstöngul með strjálum sprotum. Blaðsprotar alllangir, oft í ljósgrænum, læpulegum breiðum. Blöðin 2–3,5 mm á breidd, flöt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Öxin eru þrjú til fimm saman efst á stönglinum, karlblómin einkum neðst í toppaxinu sem er oft áberandi grannt neðan til. Axhlífar langar, oft lengri en hulstrin, egglaga, sljóyddar eða snubbóttar, mógular eða gulbrúnar með grænni miðtaug. Hulstrin stutt og bústin, stutttrýnd, taugaber. Frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Öxin minna lauslega á rjúpustör eða blátoppastör en toppaxið er miklu lengra og niðurmjórra á skriðstörinni.

Útbreiðsla - Skriðstör (Carex mackenziei)
Útbreiðsla: Skriðstör (Carex mackenziei)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |