Tjarnastör (Carex rostrata)

Útbreiðsla

Tjarnastör er algeng um allt land frá láglendi upp í um 700 m hæð. Hæstu fundarstaðir hennar eru í Svörturústum á Hofsafrétti í 750 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Tjarnir og tjarnavik, jaðrar stöðuvatna, heiðamýrar.

Lýsing

Mjög stórvaxin stör (30–100 sm), ljósgræn með löngum, uppréttum kvenöxum. Blómgast í júlí.

Blað

Jarðstöngull er grófur, sterkur með renglum og sterkleg strá. Blöðin stórvaxin, 4–7 mm breið, blágræn, V-laga. Blaðslíður stofnblaðanna ljósgrábrúnt (Hörður Kristinsson 1998). Þar sem hún vex strjált í mýrum er hún fremur smávaxin og ljós yfirlitum og ber þá vel nafnið ljósastör. Þegar hún er í tjörnum er hún stórvöxnust og myndar þá blágrænar breiður (blástör) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Tvö til fjögur, leggjuð, upprétt, oftast græn eða gulgræn kvenöx og tvö til þrjú karlöx efst. Axhlífarnar odddregnar, lensulaga eða egglensulaga. Hulstrið ljósgrænt með upphleyptum, dekkri taugum og langri (1 mm) trjónu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Tjarnir og tjarnavik, jaðrar stöðuvatna, heiðamýrar.

Biota

Tegund (Species)
Tjarnastör (Carex rostrata)