Mynd: Hörður Kristinsson
Hrossanál (Juncus arcticus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrossanál (Juncus arcticus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrossanál (Juncus arcticus)
Útbreiðsla
Mjög algeng um allt land frá láglendi upp í 700–800 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Hálfdeigir bakkar, rakar sendnar áreyrar, jaðrar þurrlendis og votlendis (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Hávaxin planta (25–45 sm) með sívölum stráum og blómum í þéttum hnapp fyrir ofan miðju strásins. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Hún hefur sterkan jarðstöngul sem skríður áfram ár frá ári. Stráin eru sívöl, nálarlaga, stælt, stinn, sívöl, hol, 1,5–2 mm í þvermál. Blöðin mynda slíður neðst á stönglinum en enga blöðku (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Nokkur blómhnoðu í þéttum hnapp sem virðast hliðstæð ofarlega á stráinu en í raun er það stoðblaðið sem blekkir. Það er sívalt með nálaroddi og stendur í beinu framhaldi af stráinu. Blómhlífin sexblaða. Blómhlífarblöðin odddregin, dökkbrún. Fræflar sex með gulgræna frjóhnappa. Frævan rauð með stuttum stíl og þrískiptu, bleiku fræni (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Þrístrent og dökkbrúnt (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst þráðsefi en hrossanálin þekkist á stæltari stráum og dekkri blómskipan, stoðblaðið er miklu styttra en stráið.
Útbreiðsla: Tryppanál (Juncus arcticus)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp