Laugasef (Juncus articulatus)

Mynd af Laugasef (Juncus articulatus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Laugasef (Juncus articulatus)

Útbreiðsla

Allagengt, er víða um land á láglendi, algengt í hlýrri sveitum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Það vex í síkjum og skurðum, blautum flögum og lækjareyrum og í volgum jarðvegi við laugar.

Lýsing

Fremur hávaxin planta (10–40 sm) með blómhnoðum á útstæðum, mislöngum leggjum. Blómgast í júlí.

Blað

Blöðin sívöl, 1–2,5 mm breið, hol innan með þverveggjum, neðstu blaðslíðrin yfirleitt áberandi rauð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru nokkur saman í allmörgum (3–10) blómhnoðum, á nokkuð útstæðum, mislöngum leggjum. Blómhlífin sexblaða, blómhlífarblöðin oddhvöss, brún, 3–4 mm löng, stundum grænleit í miðju. Fræflar sex, frævan með þrem frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið dökkbrúnt, a.m.k. í toppinn (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Laugasef þekkist frá mýrasefi á útstæðari blómhnoðum, gildari blöðum og stönglum og rauðari blaðslíðrum.

Útbreiðsla - Laugasef (Juncus articulatus)
Útbreiðsla: Laugasef (Juncus articulatus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |