Flagasef (Juncus biglumis)

Mynd af Flagasef (Juncus biglumis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Flagasef (Juncus biglumis)

Útbreiðsla

Það er algengt um allt land, frá láglendi upp í 1000 m hæð, yfirleitt algengara til fjalla en á láglendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Rök flög, einkum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Smávaxin planta (4–15 sm) með blómhnoð á stráendanum. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin aðeins neðst á stönglinum, stofnstæð, mjó, sívöl og ydd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt lítið, oftast tvíblóma blómhnoða á stráendanum. Stoðblaðið stutt, örlítið lengra en blómhnoðað. Blómhlífarblöðin sex, dökkbrún, ydd. Fræflar sex, ein fræva með þrískiptu fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið gulleitt, oft brúnt efst og á jöðrunum, snubbótt eða örlítið sýlt í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Flagasef er auðþekkt frá blómsefi á stoðblaðinu, færri blómum, lit blómhlífar og aldinlögun.

Útbreiðsla - Flagasef (Juncus biglumis)
Útbreiðsla: Flagasef (Juncus biglumis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |