Mynd: Hörður Kristinsson
Lindasef (Juncus ranarius)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lindasef (Juncus ranarius)
Útbreiðsla
Það er nokkuð algengt um allt land.
Búsvæði
Í malarkenndum jarðvegi eða flögum við lindir og laugar, á lækjar- eða áreyrum og rökum nýgræðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Mjög lágvaxin planta (2–10 sm) sem myndar hvirfingar. Blómgast í júlí–ágúst.
Blað
Einær jurt. Stráin mynda fremur þétta og oft jarðlæga hvirfingu. Blöðin mjó og striklaga (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómhnoðun flest einblóma. Blómhlífarblöðin sex, þrjú þau ytri lengri, oddhvöss, græn í miðju, með breiðum, glærum himnufaldi sem mjókkar jafnt upp að oddinum. Þrjú þau innri nokkru styttri, himnufaldur þeirra dregst oft snöggt saman í endann og myndar ávalan odd utan um græna miðhlutann sem sjálfur er yddur (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið ljósgulgrænt eða fagurbrúnt, gljáandi, nokkru styttra en blómhlífin (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist nokkuð lækjasefi sem venjulega er uppréttara í vaxtarlagi, einnig eru innri blómhlífarblöð lindasefs snubbótt vegna þess að himnufaldurinn helst nokkuð breiður fram að oddinum.
Útbreiðsla: Lindasef (Juncus ranarius)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp