Mynd: Hörður Kristinsson
Vallhæra (Luzula multiflora)
Útbreiðsla
Mjög aleng um land allt á láglendi og upp í um 600 til 700 m hæð en ekki þar fyrir ofan
Búsvæði
Móar, valllendi, kjarr, fjallshlíðar.
Lýsing
Meðalhá til hávaxin hæra (15–50 sm) með nokkur blómhnoðu í hnapp. Blómgast í júní.
Blað
Stráið sívalt. Stoðblaðið nær venjulega upp fyrir legglengstu blómhnoðun. Stofnblöðin 3–6 mm breið, flöt eða ofurlítið uppsveigð á jöðrum, oft meir eða minna rauðleit með löngum, hvítum hárum á röndunum, einkum neðst við blaðfótinn.
Blóm
Blómin eru mörg saman í 4–8 blómhnoðum á mislöngum leggjum. Blómhlífarblöðin sex, oddmjó, dökkbrún. Fræflar sex. Ein þrístrend fræva með einum stíl og þrískiptu fræni.
Greining
Líkist helst dökkhæru sem er með dekkri blómhnoðu sem eru oftast í þéttum hnapp, efsti hluti plöntunnar oft rauðari, stráið uppsveigt neðst.
Útbreiðsla: Vallhæra (Luzula multiflora)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp