Eggtvíblaðka (Listera ovata)

Útbreiðsla

Sjaldgæf og hvergi mikið af henni, þó má hana finna í flestum landshlutum nema miðhálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Skóglendi og grasbollar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Hávaxin jurt (30–60 sm) með tvö gagnstæð laufblöð og nokkur blóm í gisnum klasa. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blómleggurinn og stöngullinn kirtilhærður. Tvö heilrend, egglaga eða sporbaugótt, bogstrengjótt laufblöð neðan til á stönglinum, 6–12 sm löng og 2,4–6 sm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Einn, 5–8 sm langur, gisinn blómklasi efst á stönglinum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt á hinum tveim, stóru, egglaga blöðum. Hjartatvíblaðka hefur miklu minni hjartalaga blöð.

Verndun

Eggtvíblaðka er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. Hún er þó ekki á válista.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Skóglendi og grasbollar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Eggtvíblaðka (Listera ovata)