Mynd: Hörður Kristinsson
Dúnhafri (Avenula pubescens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dúnhafri (Avenula pubescens)
Búsvæði
Opið skóglendi, tún og beitiland, sendinn jarðvegur meðfram ströndinni, aðallega á basískum grunni (Lid og Lid 2005).
Lýsing
Hávaxið gras (50–120 sm) með mjúk, græn blöð og langar týtur út úr puntinum.
Blað
Myndar gisnar þúfur. Blöð flöt eða nokkuð rennulaga, mjúk og græn. Neðri blöðin og blaðslíðrin dúnhæðr, sjaldan hárlaus. Slíðurhimna 0,5–1 mm löng, þver (Lid og Lid 2005).
Blóm
Puntur mjór eða breiður með smáöx á nokkuð löngum leggjum. Smáöx 1,2–2 sm löng, tví- til fjórblóma með 3–6 mm löng hár á miðju axinu. Neðri blómögn ofast eintauga (Lid og Lid 2005).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Útbreiðsla: Dúnhafri (Avenula pubescens)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp