Bláhveiti (Elymus macrourus)
Bláhveiti (Elymus macrourus)

Útbreiðsla
Sjaldgæft yfir landið en nokkuð útbreitt á Norðurlandi, frá Austur-Húnavatnssýslu til Eyjafjarðar, og er þar aðeins í innsveitum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Þurrar melbrekkur, gilbarmar og mólendi.
Lýsing
Meðalstórt gras (25–40 sm) með rauðfjólubláu axi. Blómgast í júlí.
Blað
Blöðin 3–5 mm á breidd, slíðurhimnu vantar (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Axið 4–8 sm langt, oftast rauðfjólublátt. Smáöxin með þrem til fjórum blómum. Axagnir grænar eða fjólubláleitar í miðju, með breiðum himnufaldi, skarpyddar, oft skakkar: Fjórar taugar öðrum megin en tvær til þrjár hinum megin við miðtaugina. Blómagnir hærðar, sú neðri með stuttri týtu (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Líkist helst kjarrhveiti en það er með öðruvísi axagnir og lengri týtur. Getur einnig minnt á húsapunt en hann þekkist best á hinum löngu, greindu jarðrenglum og styttri týtu.
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Thank you!