Bromus inermis
Bromus inermis

Útbreiðsla
Hefur verið notaður til uppgræðslu; slæðingur við tún og bæi (Hörður Kristinsson 1998). Myndar t.d. víða þéttar breiður meðfram vegum í Eyjafirði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Almennt
Nytjar
Hefur verið notað hérlendis til uppgræðslu.
Búsvæði
Slæðingur við tún og bæi.
Lýsing
Stórvaxin grastegund (60–120 sm) með nokkuð stórum punti. Blómgast í ágúst.
Blað
Stráin sterkleg. Mikið af blaðmörgum, uppréttum blaðsprotum. Blöðin stór og breið, 6–12 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Punturinn 10–18 sm á lengd. Smáöxin fimm- til níublóma, oft 2–2,5 sm á lengd. Axagnir 5–8 mm langar, snubbóttar í endann, hvelfdar, sú neðri eintauga og styttri, sú efri þrítauga. Neðri blómögnin með þrem upphleyptum taugum, 7–10 mm löng (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Auðþekkt frá öðrum íslenskum tegundum á blaðsprotunum (Hörður Kristinsson 1998).
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Takk fyrir!