Fjallapuntur (Deschampsia alpina)

Mynd af Fjallapuntur (Deschampsia alpina)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallapuntur (Deschampsia alpina)
Mynd af Fjallapuntur (Deschampsia alpina)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallapuntur (Deschampsia alpina)

Útbreiðsla

Algengur, vex einkum til fjalla. Hann finnst þó einnig á láglendi sums staðar á landinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Deig og grýtt flög, rakar klettasyllur eða graslendi.

Lýsing

Meðalhá grastegund (20–60 sm) með löngum, blaðgrónum, gisnum punti. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin 2–4 mm breið, mjög snörp, skarprifjuð. Slíðurhimnan 5–6 mm löng. Blöðin virðast hvítröndótt þegar horft er í gegnum þau á móti birtu (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn blaðgróinn, 10–20 sm hár. Smáöxin tvíblóma, það efra blaðgróið. Axagnirnar 4–7 mm á lengd, himnukenndar. Neðri axögnin eintauga, sú eftri þrítauga. Neðri blómögn með baktýtu, löng hár umhverfis blómagnirnar (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Blaðgróin planta (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hann þekkist frá snarrótarpunti einkum á því að punturinn er ætíð blaðgróinn og ljósari á litinn. Hann myndar heldur ekki eins stórar og kringlóttar þúfur og snarrótarpunturinn.

Útbreiðsla - Fjallapuntur (Deschampsia alpina)
Útbreiðsla: Fjallapuntur (Deschampsia alpina)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |