Beringspuntur (Deschampsia beringensis)

Mynd af Beringspuntur (Deschampsia beringensis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Beringspuntur (Deschampsia beringensis)
Mynd af Beringspuntur (Deschampsia beringensis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Beringspuntur (Deschampsia beringensis)

Útbreiðsla

Beringspuntur hefur fremur nýlega verið flutt til landsins til uppgræðslu. Hún hefur þegar náð töluverðri útbreiðslu, þar sem hún hefur í allmörg ár verið notuð til uppgræðslu vegkanta þar sem nýir vegir hafa verið lagðir eða uppbyggðir. Dæmi sem sýnir útbreiðslumöguleika hennar er að hún barst fyrir nokkrum árum til Surtseyjar með fuglum sem báru hana þangað til varpstöðva sinna frá meginlandi Íslands (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Til uppgræðslu.

Lýsing

Fremur hávaxin grastegund (30–120 sm) sem myndar toppa en ekki þúfur. Punturinn keilulaga.

Blað

Stráin í toppum, 30–120 sm há,. Laufblöð 1,5–4 mm breið (Anderson 1959).

Blóm

Puntur 7–20 sm langur, opinn, lotinn, greinarnar hrjúfar. Smáöxin oft þríblóma, 6–7 mm langar. Ytri blómagnir 4–5 mm langar með löngum hárum við grunninn. Innri blómagnir hrjúfar (Anderson 1959).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Afbrigði

Beringspuntur myndar kynblendinga með snarrótarpunti (Anderson 1959).

Greining

Þessi jurt er náskyld íslenska snarrótarpuntinum en myndar ekki þúfur og hefur stærri, gisnari og ljósari punt.

Útbreiðsla - Beringspuntur (Deschampsia beringensis)
Útbreiðsla: Beringspuntur (Deschampsia beringensis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |