Húsapuntur (Elytrigia repens)

Mynd af Húsapuntur (Elytrigia repens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Húsapuntur (Elytrigia repens)

Útbreiðsla

Algengur heima við hús og bæi í sveitum. Hann myndar langar og sterkar jarðrenglur og breiðist mjög út með jarðvinnsluverkfærum og jarðvegi sem fluttur er til (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Umhverfis bæi, í óræktargörðum, meðfram vegum og á ruslahaugum.

Lýsing

Hávaxin grastegund (40–80 sm) með breiðum blöðum og skriðulum jarðstöngli. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin 5–9 mm á breidd, engin slíðurhimna. Skríður með sterklegum, hvítum neðanjarðarrenglum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Axið á stráenda, 8–15 sm langt, grænt. Smáöxin þrí- til fimmblóma, axagnirnar yddar, fjór- til fimmtauga, 7–10 mm á lengd, lensulaga. Neðri blómögn 12–18 mm á lengd, með týtu sem er meira en helmingi styttri en ögnin (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst kjarrhveiti og bláhveiti. Húsapunturinn þekkist best á hinum löngu, greindu jarðrenglum og stuttri týtu.

Útbreiðsla - Húsapuntur (Elytrigia repens)
Útbreiðsla: Húsapuntur (Elytrigia repens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |