Rauðvingull (Festuca rubra)

Mynd af Túnvingull (Festuca rubra)
Mynd: Hörður Kristinsson
Túnvingull (Festuca rubra)
Mynd af Túnvingull (Festuca rubra)
Mynd: Hörður Kristinsson
Túnvingull (Festuca rubra)

Útbreiðsla

Ein allra algengasta grastegund landsins. Hann er algengur frá láglendi upp í um 1200 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hún vex í alls konar landi, í móum, melum, söndum, graslendi, túnum og á mýraþúfum. Hann er afar harðgerður og þurrkþolinn. Hann er fyrsta grastegundin sem nemur land í þurrum foksöndum á eftir melgresinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá grastegund (20–60 sm) með grönnum, grágrænum punti. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Myndar skriðular renglur með löngum, grönnum (0,5–1 mm), grópuðum, oft blágrænum blöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn grannur, 3–8 sm langur, oftast grár eða grágrænn. Smáöxin stór, 8–12 mm löng, oftast fimm- til áttablóma, venjulega loðin. Axagnirnar mislangar, 3–6 mm, oddhvassar. Neðri blómögnin loðin, fimmtauga, endar í hvössum oddi (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Þekkist best á margblóma smáöxum, með loðnum, yddum ögnum. Blöðin líkjast blöðum blávinguls og bugðupunts. Óblómgaður túnvingull þekkist frá blávingli á hinum löngu renglum en frá bugðupunti á grópuðu efra borði og blágrænni blöðum.

Útbreiðsla - Túnvingull (Festuca rubra)
Útbreiðsla: Túnvingull (Festuca rubra)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |