Fjallareyr (Anthoxanthum odoratum)

Útbreiðsla

Ilmreyr er algengur um allt land frá láglendi upp í 700–750 m hæð og er meðal fyrstu grasa sem grænka og blómstra á vorin (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Við þurrkun kemur fram ilmur sem stafar af kúmarín-olíum í jurtinni en þær gefa henni einnig sérkennilegt bragð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Þurrar graslendisbrekkur, valllendi og móar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxið gras (20–30 sm) sem gefur frá sér sterkan ilm er það er slegið. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blöðin flöt, 3–5 mm breið. Stráið stutt, sívalt, gárað; blaðgrunnurinn oft fjólubláleitur við slíðurmótin; útstæð hár við slíðurhimnuna (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Smáöxin mörg saman í grönnum, 2–4 sm löngum, axleitum punti. Axagnirnar broddyddar, sú efri tvöfalt lengri en sú neðri. Fræflarnir aðeins tveir. Frænið klofið. Önnur blómögnin með langri baktýtu sem stendur út úr smáaxinu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Þurrar graslendisbrekkur, valllendi og móar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Fjallareyr (Anthoxanthum odoratum)