Finnungur (Nardus stricta)

Mynd af Finnungur (Nardus stricta)
Mynd: Hörður Kristinsson
Finnungur (Nardus stricta)
Mynd af Finnungur (Nardus stricta)
Mynd: Hörður Kristinsson
Finnungur (Nardus stricta)

Útbreiðsla

Vex á láglendi upp í 600–700 m hæð. Hann er víða algengur út til hafsins en vantar eða er sjaldgæfur lengra inni í landi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Djúpir bollar og grasdældir þar sem nokkur snjóþyngsli eru á vetrum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá grastegund (12–30 sm) með þráðmjóum blöðum í þéttum toppum, axið einhliða. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin í þéttum, stinnum toppum, þráðmjó (0,5–1 mm), grópuð, snörp, með uppvísandi broddum og með móleitum, þéttum, 2–3 sm löngum slíðrum neðst (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í bláleitu, einhliða, örmjóu, 3–5 sm löngu axi efst á stráinu. Smáöxin einblóma, legglaus. Axagnir vantar eða eru örsmáar. Neðri blómögn stinn, bláleit, broddydd, 7–10 mm löng (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Auðþekktur á hinu granna, einhliða axi.

Útbreiðsla - Finnungur (Nardus stricta)
Útbreiðsla: Finnungur (Nardus stricta)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |