Snænarfagras (Phippsia algida)

Mynd af Snænarfagras (Phippsia algida)
Mynd: Hörður Kristinsson
Snænarfagras (Phippsia algida)

Útbreiðsla

Fremur sjaldséð grastegund sem vex nær eingöngu hátt til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Það vex einkum á aurum neðan undir snjófönnum sem eru að bráðna langt fram á sumar, einnig á rökum melum, áreyrum eða leirflögum (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Ætíð í rökum jarðvegi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Mjög lágvaxið gras (2–8 sm) með fjólubláleitan punt og rauðleit blaðslíður. Blómgast í júlí.

Blað

Myndar smátoppa. Stráin jarðlæg, uppsveigð eða upprétt. Blöðin 1–2 mm á breidd og stefnislaga í endann. Slíðurhimnana 1 mm (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn grannur og axleitur. Smáöxin oftast einblóma. Axagnir örstuttar (0,2–0,5 mm), vantar oft aðra. Blómagnir lengri (1–1,5 mm) og breiðari, grænar eða fjólubláar með ljósbrúnum himnuðjaðri, snubbóttar, skertar eða yddar í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst smávöxnu vatnsnarfagrasi en hefur ekki eins skriðular renglur og neðri blómögnin er taugalaus.

Útbreiðsla - Snænarfagras (Phippsia algida)
Útbreiðsla: Snænarfagras (Phippsia algida)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |