Varpasveifgras (Poa annua)

Mynd af Varpasveifgras (Poa annua)
Mynd: Hörður Kristinsson
Varpasveifgras (Poa annua)

Útbreiðsla

Algengt um allt land en þó fátítt á hálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Þurrkast illa og er lélegt fóður (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Götur, hlaðvarpar, fjárgötur, rök flög, kalblettir eða blettir sem brunnið hafa af of miklum áburði (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Fremur lágvaxið gras (8–35 sm), ljósgrænt með gulgrænum keilulaga punti. Blómgast í júní–október.

Blað

Einær planta. Myndar oft þéttar en lágvaxnar breiður. Blöðin ljósgræn, oft ofurlítið þverhrukkótt. Slíðurhimnan 1,5–2 mm (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn keilulaga, ljósgrænn, sjaldnar fjólubláleitur, 2–5 sm langur. Smáöxin fjór- til sexblóma. Axagnirnar 1,5–3 mm á lengd, sú neðri allmiklu styttri en sú efri. Neðri blómagnirnar oftast fimmtauga, oft eitthvað af ullhærum við fótinn eða á taugunum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst vallarsveifgrasi. Varpasveifgrasið hefur miklu ljósgrænni blöð og punt, gott einkenni er einnig lengdarmunur axagnanna.

Útbreiðsla - Varpasveifgras (Poa annua)
Útbreiðsla: Varpasveifgras (Poa annua)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |