Lotsveifgras (Poa flexuosa)

Mynd af Lotsveifgras (Poa flexuosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lotsveifgras (Poa flexuosa)

Útbreiðsla

Algengt hátt til fjalla eða ofan 600–700 m hæð og nær a.m.k. upp í 1350 m. Á annesjum norðanlands getur það einstöku sinnum fundist neðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Lotsveifgrasið vex í mólendi, melum, rindum og á malarkenndum jarðvegi í skriðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxið gras (10–20 sm) með dökkfjólubláum, lotnum punti. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin fremur mjó, 1–2 mm, efstu stráblöðin uppi undir puntinum. Slíðurhimnan 2–3 mm löngd, odddregin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn lítill, dökkfjólublár, lítið eitt lotinn. Puntgreinar grannar en aðlægar. Smáöxin oftast tví- til þríblóma. Axagnir dökkar, breiðar en oddmjóar, 3–4 mm á lengd, þrítauga. Blómagnir með ógreinilegum taugum, hærðar neðan til, himnurendar, með fjólubláu belti ofan til (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst blásveifgrasi. Lotsveifgrasið hefur græn, mýkri og linari strá og punturinn er aðeins lotinn.

Útbreiðsla - Lotsveifgras (Poa flexuosa)
Útbreiðsla: Lotsveifgras (Poa flexuosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |