Blásveifgras (Poa glauca)

Mynd af Blásveifgras (Poa glauca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Blásveifgras (Poa glauca)
Mynd af Blásveifgras (Poa glauca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Blásveifgras (Poa glauca)

Útbreiðsla

Blásveifgrasið er algengt um allt land frá láglendi upp í meir en 1100 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Melar, rindar og klettar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin grastegund (15–35 sm) með bláleitum punti og stinnum stráum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráin í þéttum toppum, oft skástæð, stinn og snörp., áberandi bládöggvuð ofan til, aðeins með blöðum upp að miðju. Slíðurhimnan stutt, um 1 mm. Blöðin fremur mjó (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn bláleitur, fremur mjór, 4–8 sm á lengd, smáöx ekki mjög mörg. Smáöxin þrí- til fimmblóma. Axagnir 3–4 mm á lengd, dökkfjólubláar með skörpum kili, oddmjóar, þrítauga. Neðri blómögn hærð neðan til og á taugum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst lotsveifgrasi sem hefur þó grænni, mýkri og linari strá og lítið eitt lotinn punt. Blásveifgras sem vex í skugga líkist oft kjarrsveifgrasi sem er grænna og hefur lengri, blaðfleiri og grennri strá en blásveifgras, punturinn greindur með færri smáöxum.

Útbreiðsla - Blásveifgras (Poa glauca)
Útbreiðsla: Blásveifgras (Poa glauca)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |