Kjarrsveifgras (Poa nemoralis)

Búsvæði

Vex einkum í kjarri og hraungjám (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá grastegund (30–70 sm) með grönn, fremur lin strá og mjóan, grænan punt.

Blað

Myndar gisnar þúfur. Strá bein og grönn, lin, blöðótt og með fjögur til fimm liðamót. Blöð löng og mjó, 1,5–2 mm breið. Efsta blaðið á stráinu oftast vel ofan við miðju og stendur oftast um 45° út frá stráinu. Slíðurhimnan þver og stutt, 0,3–0,5 (–1) mm (Lid og Lid 2005).

Blóm

Punturinn mjór með ósléttar greinar, grænn eða lítið eitt brúnleitur. Smáöx mjó og fáblóma, oft aðeins tvíblóma. Ytri blómagnir mjóar og oddregnar, mislangar, þær lengstu oft nær jafnlangar og smáaxið. Innri blómagnir aðeins hærðar á kilinum og neðst á taugunum (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst blásveifgrasi en kjarrsveifgras er grænna og hefur lengri, blaðfleiri og grennri strá en blásveifgras, punturinn minna greindur með færri smáöxum.

Útbreiðsla - Kjarrsveifgras (Poa nemoralis)
Útbreiðsla: Kjarrsveifgras (Poa nemoralis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |