Hásveifgras (Poa trivialis)

Mynd af Hásveifgras (Poa trivialis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hásveifgras (Poa trivialis)
Mynd af Hásveifgras (Poa trivialis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hásveifgras (Poa trivialis)

Búsvæði

Vex gjarna við vætu eða uppsprettur en einnig í sáðsléttum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Allhávaxin grastegund (30–80 sm) með stórum punti og langri, oddmjórri slíðurhimnu.

Blað

Smáar þúfur án skriðulla neðanjarðarrenglna en oft ofanjarðar með veiklulegum rótum (Lid og Lid 2005). Slíðurhimnan 4–8 mm löng og oddmjó (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn ýmist breiður eða mjór (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Getur líkst stórvöxnu vallarsveifgrasi en hefur oft stærri, fíngerðari (minni smáöx) og grænni. Öruggasta einkennið er 4–8 mm löng, oddmjó slíðurhimna. Líkist einnig skrautpunti en hefur mun styttri punt og miklu mjórri blöð.

Útbreiðsla - Hásveifgras (Poa trivialis)
Útbreiðsla: Hásveifgras (Poa trivialis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |