Poa × jemtlandica

Mynd af Hjallasveifgras (Poa  x jemtlandica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hjallasveifgras (Poa x jemtlandica)

Útbreiðsla

Hjallasveifgras hefur fundist á nokkrum stöðum á norðan- og austanverðu landinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Þessi tegund er upphaflega talin mynduð við kynblöndun fjallasveifgrass og lotsveifgrass.

Lýsing

Lágvaxin grastegund (10–20 sm) sem vex í þúfum, punturinn blaðgróinn, rauðfjólublár.

Blað

Myndar þúfur með laus slíður. Blöð mjókka jafnt að oddinum. Strá oftast knébeygð og skásett, mörg í hverri þúfu, stinn neðst en linari efst (Lid og Lid 2005).

Blóm

Punturinn mjór og rauðfjólublár með uppréttum greinum. Innri blómögn með krulluð hár við grunninn (Lid og Lid 2005). Punturinn er blaðgróinn, ætíð ofurlítið lotinn (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Aldin

Punturinn er blaðgróinn (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Minnir einna helst á fjallasveifgras en punturinn er heldur minni og ætíð ofturlítið lotinn. Laufblöðin eru mjórri en á fjallasveifgrasi.

Útbreiðsla - Poa  x jemtlandica
Útbreiðsla: Poa x jemtlandica

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |