Sjávarfitjungur (Puccinellia coarctata)

Mynd af Sjávarfitjungur (Puccinellia coarctata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Sjávarfitjungur (Puccinellia coarctata)

Útbreiðsla

Algengur meðfram ströndum landsins (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Sjávarflæðar og sjávarklappir (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalstór grastegund (10–30 sm) með mjó blöð og gráleitan punt. Blómgast í júlí.

Blað

Vex í toppum. Blöðin mjó (1–1,5 mm), sívöl og grópuð. Stöngulblöðin stundum flöt eða samanbrotin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn grannur og puntgreinar uppréttar, þær neðstu þó stundum útstæðar. Smáöxin með mjög mismörgum blómum, oftast þrem til átta. Axagnir stuttar, grænar eða fjólubláar með breiðum himnufaldi, tenntar eða skertar í endann, sú efri oft helmingi lengri en sú neðri. Blómagnir oftar grænar en fjólubláar, sú neðri 3–4 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst varpafitjungi sem hefur mun lengri puntgreinar sem beinast meira út og jafnvel niður.

Útbreiðsla - Sjávarfitjungur (Puccinellia coarctata)
Útbreiðsla: Sjávarfitjungur (Puccinellia coarctata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |